Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 14. maí 2022 er hafin og fer eingöngu fram í Holtagörðum í Reykjavík á 2. hæð.

Opnunartími:

19. apríl – 1. maí, kl. 10.00 – 20.00
2. maí – 13. maí, kl. 10.00 – 22.00

Á kjördag, laugardaginn 14. maí, verður opið frá kl. 10.00 – 17.00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í Garðabæ verður sem hér segir:

Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ
Fimmtudaginn 28. apríl, kl. 15.00 – 17.00.

Landspítalinn Vífilsstöðum, Garðabæ
Fimmtudaginn 28. apríl, kl. 15.30 – 16.30.