Prófkjörið fer fram 5. mars 2022. Þú getur kynnt þér frambjóðendur hér.
Kjörfundur á kjördag fer fram í Sjálfstæðisheimilinu að Garðatorgi 7. Nánari útfærsla á kjördegi er í höndum undirkjörstjórnar og verður kynnt þegar nær dregur.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1 alla virka daga á milli 10 og 16 frá og með 14. febrúar og til 4.mars.
Kosningarétt í prófkjöri eiga allir 15 ára og eldri (fæddir 4.mars 2007 eða fyrr) sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn á kjördag og eiga lögheimili í Garðabæ. Kosningar fer þannig fram að kjósandi velur 8 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, með því að setja þá í töluröð. Setja þannig 1 fyrir framan þann sem kjósandi vill í 1.sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í 2.sæti og svo koll af kolli. Nauðsynlegt er að setja átta frambjóðendur í sæti, annars er seðillinn ógildur. Það er einfalt að skrá sig í flokkinn hér. Kjósendur yngri en 18 ára þurfa að skrá sig í flokkinn í síðasta lagi 4.mars.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af kjörseðli. Við röðun á seðilinn er farið eftir handahófskenndum útdrætti á fyrsta frambjóðanda en aðrir fylgja svo í stafrófsröð. Útdrátturinn fór fram á fundi frambjóðenda með kjörstjórn þann 5. febrúar síðastliðinn.