Þriðjudagsfundur um Samgöngumál

Fyrsti Þriðjudagsfundur vetrarins fór fram í gærkvöld og mæting var framar vonum. Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs og Sigurður Guðmundsson formaður skipulagsnefndar ræddu samgöngumál, en bæjarstjórn Garðabæjar hefur gagnrýnt samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir að taka lítið tillit til uppsafnaðrar framkvæmdaþarfar á Höfuðborgarsvæðinu.
 

Hugmyndin með Þriðjudagsfundunum er að líta okkur nær og fjalla um málefni í nærsamfélaginu og sveitarfélaginu Garðabæ. Laugardagsfundirnir okkar verða þó áfram á dagskrá, en þar höfum við oft fjallað um málefni flokksins á breiðari grunni og fengið góða gesti úr landspólitíkinni.

Myndir frá fundinum má finna á Facebook síðu félagsins: