Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er nú tilbúin og verður borin í hús á næstu dögum. Stefnuskrána má nú einnig nálgast á þægilegan máta hér eða undir ,,Stefnuskrá 2018″ hér efst á síðunni.

Stefnuskráin inniheldur fyrirheit Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Undanfarin ár hefur flokkurinn gefið út sambærilega stefnuskrá fyrir hverjar kosningar og einsett sér að uppfylla öll þau fyrirheit sem þar eru gefin á hverju kjörtímabili. Hingað til hefur tekist vel til og nánast öll fyrirheit verið ýmist uppfyllt eða vinna við þau hafin.

Við vonum að fyrirheit okkar fyrir kjörtímabilið 2018-2022 mælist vel fyrir, og við heitum því að vinna ötullega að framgangi þeirra.