Skráning í bakvarðasveit

Kosningavetur er farinn af stað og á næstu vikum mun fulltrúaráðið í Garðabæ taka ákvörðun um hvaða leið verður farin við val á lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ.

Það er ljóst að þegar kosningabaráttan fer af stað af fullum krafti verður mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa gott fólk til taks sem hefur áhuga á að hjálpa til við baráttuna á einn eða annan hátt. Við höfum því sett upp skráningarsíðu á www.gardar.is/bakvordur/ þar sem þú getur skráð þig í nokkurs konar bakvarðasveit. Þetta auðveldar okkur að vera í sambandi við þig þegar að verkefninu kemur.