Skemmtilegur fundur um menntamál

Síðastliðinn laugardag kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til okkar og ræddi um menntamálin. Hún hefur lagt fram frumvörp sem snúa að því að gera iðnnámi hærra undir höfði og opna háskólana fyrir fjölbreyttari hópum fólks.

Áslaug sagði okkur einnig frá nýju hlaðvarpi sem hún og Óli Björn Kárason hafa sett af stað þar sem þau fjalla um hin ýmsu þjóðfélagsmál á opinskáan og gagnrýninn hátt. Hlaðvarpið má finna á flestum hlaðvarpsveitum og hér: http://aslaugogolibjorn.libsyn.com/website

Myndir frá fundinum má sjá hér, á Facebook síðu félagsins: