Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2022 liggja nú fyrir og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 7 bæjarfulltrúa kjörna, hreinan meirihluta í bæjarstjórn Garðabæjar til næstu fjögurra ára. Kjörsókn í kosningunum var lægri en 2018 og fjórir af þeim fimm flokkum sem buðu fram hlutu fulltrúa í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar flokksins verða:
1. Almar Guðmundsson
2. Björg Fenger
3. Sigríður Hulda Jónsdóttir
4. Margrét Bjarnadóttir
5. Hrannar Bragi Eyjólfsson
6. Gunnar Valur Gíslason
7. Guðfinnur Sigurvinsson