Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndargefur kost á sér í 1. í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ 5. mars.
Sigríður Hulda hefur verið bæjarfulltrúi í Garðabæ frá árinu 2014, átt sæti í bæjarráði sem varaformaður allan tíman utan eitt ár þegar hún var forseti bæjarstjórnar, verið formaður skólanefndar grunnskóla allan tímann og átt sæti sem varamaður bæði í Sorpu og Strætó bs.
Áður var hún formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ og formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um árabil.
Sigríður Hulda hefur komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, með formlegum og óformlegum hætti s.s. að stofna þróunarsjóð við leik-og grunnskóla, stýra nefnd um val á aðkomutákni bæjarins,starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi og barnvænt bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á lýðræðisverkefninu Betri Garðabær ásamt öðrum bæjarfulltrúa og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum.Nánari upplýsingar um áherslur Sigríðar Huldu eru heimasíðunni https://sigridurhuldajons.is/og Facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti.
Helstu áherslur Sigríðar Huldu eru:
•Festa í fjármálum
•Aukið íbúalýðræði
•Aðlaðandi miðbær
•Skóla-og fjölskyldubær
•Mannvænt skipulag
•Virðum náttúruna
•Fjölbreytt íþrótta-, tómstunda-og menningarstarf
•Velferð ungmenna og eldra fólks
shjradgjof@shjradgjof.is
sigridurhuldajons.is
Facebook
Instagram