Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fer fram 5. mars 2022.

Kjörfundur fer fram í félagsheimili flokksins að Garðatorgi 7. Opið verður frá kl. 09:00 – 19:00.

Kosningarétt hafa allir skráðir flokksmenn fæddir 4. mars 2007 eða fyrr. Það er einfalt að skrá sig í flokkinn hér. Kjósendur yngri en 18 ára þurfa að skrá sig í flokkinn í síðasta lagi 4.mars.

Kosning fer þannig fram að kjósandi velur frambjóðendur á lista í töluröð frá 1-8 með því að setja tölu fyrir framan nafn frambjóðanda á kjörseðli. Þannig setur kjósandi töluna 1 fyrir framan þann sem kjósandi óskar eftir að hljóti 1. sæti, töluna 2 fyrir 2.sæti o.s.frv. Ekki má velja fleiri eða færri frambjóðendur en 8. Útstrikanir á kjörseðli ógilda atkvæði.

Úrslit prófkjörsins verða kunngjörð á Facebook síðu Sjálfstæðisfélagsins, á www.gardar.is og www.xd.is þegar talningu lýkur.

Kjörnefnd gerir tillögu til fulltrúaráðs um uppröðun framboðslista að afloknu prófkjöri. Kjörnefnd stefnir á að skila tillögum sínum eigi síðar en 3 vikum eftir að prófkjöri lýkur.

Þú getur kynnt þér alla frambjóðendur hér.

Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins má finna hér.