Prófkjör í vor – Gunnar hættir

Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í kvöld var samhljóða samþykkt tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa prófkjör við val á lista fyrir sveitastjórnarkosningar í vor.
Við sama tækifæri tilkynnti Gunnar Einarsson bæjarstjóri að hann hyggist hætta í vor. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins sat fyrir með Gunnari á meðfylgjandi mynd við þetta tilefni. Gunnar hefur verið bæjarstjóri í 17 ár næsta vor. Gunnari eru færðar hugheilar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa síðustu áratugi.
Gunnar sagði við þessi tímamót:
„Ég kom til starfa hjá Garðabæ 25 ára gam­all og starfaði sem íþrótta- og tóm­stunda­full­trúi og síðar sem for­stöðumaður fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs áður en ég var ráðinn bæj­ar­stjóri árið 2005. Ég hef varið rúm­lega 40 árum starfsævi minni í þjón­ustu við Garðbæ­inga. Á þessu langa tíma­bili hef ég tekið virk­an þátt í upp­bygg­ingu bæj­ar­ins bæði sem emb­ætt­ismaður, stjórn­mála­maður og þátt­tak­andi í fé­lags­starfi inn­an bæj­ar­mark­anna. Jafn­framt hef ég fengið tæki­færi frá vinnu­veit­and­an­um Garðabæ á að mennta mig til hæstu gráðu.“
Þá seg­ir Gunn­ar þakk­læti sér efst í huga við slík tíma­mót. “Þakk­læti fyr­ir að fá tæki­færi til að hafa áhrif á sam­fé­lagið Garðabæ, að starfa með frá­bæru sam­starfs­fólki hvort held­ur í stjórn­mál­um og/​eða í starfi mínu sem emb­ætt­ismaður og síðast en ekki síst al­mennt góð sam­skipti við bæj­ar­búa.“