Páskaeggjaleitin 24.mars 2018

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélags Garðabæjar fer fram laugardaginn 24.mars á Garðatorgi. Mæting er kl.11:00 að venju við félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins.

Leitað verður að litlum bláum smáeggjum á torginu og börnin fá súkkulaðiegg að launum fyrir þrjú smáegg. Í félagsheimilinu verður vel tekið á móti gestum með góðum veitingum.

Hvetjum alla krakka, foreldra, ömmur og afa til að mæta. Allir Garðbæingar velkomnir.