Opnunar- og þakkarmóttaka

Opnunar- og þakkarmóttaka hjá Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ.

Sjálfstæðisfélag Garðabæjar vill þakka öllu því góða fólki sem ávallt er boðið og búið til að leggja sitt af mörkum fyrir félagið og býður í opnunar- og þakkarmóttöku í félagsheimilinu að Garðatorgi 7 fimmtudaginn, 25. október kl. 18.

Samhentur hópur sjálfstæðisfólks skóp glæsilegan sigur Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor. Margir lögðu hönd á plóg með einum eða öðrum hætti og fyrir það erum við þakklát.

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar endurbætur og breytingar á félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Af því tilefni langar okkur að bjóða þér í opnunar- og þakkarmóttöku í endurbættu félagsheimili og segja ,,TAKK” við okkar góða fólk.

Við hvetjum þig til að mæta, þiggja léttar veitingar og eiga samtal við annað sjálfstæðisfólk – baráttan fyrir næstu kosningar er hafin!

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ