Ný stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar

Meðlimir úr stjórn Sjálfstæðisfélagsins á aðalfundi 2023 ásamt Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra.

Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Garðabæjar þann 6. júní 2023 var kjörin ný stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. 

Sigríður Indriðadóttir gaf ekki kost á sér sem formaður en tekur sæti sem meðstjórnandi í stjórn. Á fundinum var kjörin 16 manna stjórn félagsins auk áheyrnarfulltrúa úr hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ en með því er vonast til að auka enn frekar á gott samstarf félagsins við kjörna fulltrúa flokksins í bæjarstjórn. Áheyrnarfulltrúi mun koma til með sitja í stjórn og hefur sömu stöðu og almennir stjórnarmenn.

Staða félagsins er áfram sterk og ný stjórn hlakkar til að takast á við verkefni komandi vetrar.

Ný stjórn er skipuð eftirfarandi aðilum:
Torfi Geir Símonarson, formaður
Vera Rut Ragnarsdóttir, varaformaður
Laufey Johansen, ritari
Sigríður Indriðadóttir
Sigþrúður Ármann
Haukur Þór Hauksson
Bjarni Th. Bjarnason
Guðjón Máni Blöndal
Eva Björg Torfadóttir
Helga Ólafsdóttir
Jóhann Jónsson
Eydís Sigurðardóttir
Ólafur Stefánsson
Vordís Eiríksdóttir
Steinunn Vala Sigfúsdóttir
Tómas Jónasson

Áheyrnarfulltrúi Bæjarstjórnar:
Margrét Bjarnadóttir

Skoðunarmenn reikninga:
Eysteinn Haraldsson
Sigurður Guðmundsson

Gjaldkeri:
Eymundur Sveinn Einarsson