Ný forysta Sjálfstæðisflokksins var kjörin á 43.landsfundi flokksins um síðastliðna helgi.

Bjarni var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 710 atkvæðum eða 96,2% atkvæða.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut glæsilega kosningu til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins með 720 atkvæðum eða 95,6% gildra atkvæða.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var auk þess endurkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins með 664 atkvæðum eða 93,5% gildra atkvæða.

Það er mikill styrkur fólginn í öflugri forystu og ekki síður þegar hana skipa kraftmiklar ungar konur.