Laugardaginn 10.nóvember n.k. verður fyrsti morgunverðarfundur vetrarins í nýuppgerðu félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins að Garðatorgi.

Framsögumaður er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, en yfirskrift fundarins er ,,Horfur í efnahagsmálum’’.

Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum, en boðið verður upp á morgunverð. Fundurinn hefst kl. 11:00.