Í vetur ætlar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar að bjóða upp á bæði þriðjudags- og laugardagsfundi. Á þriðjudögum bjóðum við upp á bæjarmálafundi þar sem meginefni fundanna tengist bæjarmálum hér í Garðabænum. Á laugardögum eru það svo landsmálin.
Á Laugardagsfundi þann 21.október kemur til okkar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem tók um liðna helgi við sem fjármála- og efnahagsráðherra.
Þórdís Kolbrún hefur verið ráðherra utanríkismála síðustu tvö ár á vægast sagt róstursömum tímum í alþjóðamálum. Hún segir okkur frá tímanum í ráðuneytinu og svarar spurningum um hann sem og þau verkefni sem eru fram undan nú þegar hún hefur tekið við nýju ráðuneyti.
Fundurinn hefst kl. 11:00 að venju. Heitt á könnunni og ilmandi veitingar frá Gulla Arnari bakara.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar