Á næsta Laugardagsfundi, þann 20. janúar, kemur til okkar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór hefur látið hendur standa fram úr ermum síðastliðin tvö ár og mun segja frá mikilvægum skrefum sem stigin hafa verið á þeim tíma, auk þess sem hann segir frá helstu verkefnum um þessar mundir og svarar spurningum gesta. Við lofum sannarlega upplýsandi og áhugaverðum fundi og hvetjum alla til að mæta.
Fundurinn hefst að venju kl. 11:00. Heitt verður á könnunni og ilmandi veitingar frá Gulla Arnari bakara í boði.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!