Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, verður gestur sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði laugardaginn 17. febrúar kl. 10:30.
Konráð mun fjalla um efnahagsmál og stöðuna í kjaramálum.
Konráð er hagfræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Warwick háskóla og hefur m.a. starfað sem aðalhagafræðingur Arion banka. Þá var hann hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í fjögur ár og starfaði að auki tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Fundurinn verður haldinn hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs að Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Kaffi og meðlæti.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnir sjálfstæðisfélaga Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar
Stjórnir sjálfstæðisfélaga Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar