Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður gestur sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ laugardaginn 24. febrúar kl. 11:00 á Norðurbakka 1a.
Geir mun fjalla um horfur í alþjóðastjórnmálum en hann starfaði sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og sat í stjórn Alþjóðabankans.
Fundurinn verður haldinn í sal Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að Norðurbakka 1a.
Kaffi og meðlæti.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnir sjálfstæðisfélaga Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar