Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Reykvíkinga og formaður utanríkismálanefndar Alþingis er gestur Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði þann 9. mars næstkomandi.
Fundurinn hefst kl. 11:00 og fer fram hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar, í Sjálfstæðisheimilinu að Garðatorgi 7.
Diljá er nýkomin heim frá Úkraínu þar sem hún tók þátt í athöfn í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá innrás Rússlands í landið. Diljá segir okkur frá stöðu mála, ræðir utanríkismálin og margt fleira.
Diljá Mist er formaður Utanríkismálanefndar þingsins en starfaði auk þess áður sem aðstoðarmaður Utanríkisráðherra og hefur því mikla reynslu af utanríkismálum samtímans.
Ilmandi bakkelsi og heitt á könnunni.
Verið velkomin,
Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði.