Laugardagsfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Á næsta Laugardagsfundi, þann 18. nóvember, kemur til okkar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna hefur helgað lífi sínu stjórnmálunum öll sín fullorðinsár og verið, þrátt fyrir ungan aldur, Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2016. Hún hefur svo sannarlega verið áberandi og öflugur stjórnmálamaður. Áslaug Arna segir okkur helstu verkefnum í ráðuneytinu um þessar mundir og svarar ykkar spurningum.
Fundurinn hefst að venju kl. 11:00. Heitt verður á könnunni og ilmandi veitingar frá Gulla Arnari bakara í boði.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!