Kynningarfundur um prófkjör

Sjálfstæðisfélag Garðabæjar býður til kynningarfundar um prófkjör sem haldið verður 5. mars n.k. þar sem valdir verða frambjóðendur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. janúar kl. 18 hér á vefnum.

Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag prófkjörsins, hvernig maður býður sig fram, reglur um fjárhagslega upplýsingagjöf og þann vettvang sem Sjálfstæðisfélagið mun bjóða frambjóðendum til að koma sér á framfæri.

Fundurinn fer fram í streymi í gegnum Youtube á vefnum www.gardar.is en þannig geta áhorfendur fylgst með fundinum að öllu leyti nafnlaust. Einnig verður hægt að senda inn nafnlausar fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á prófkjörinu til að fylgast með fundinum.