Kæri Sjálfstæðismaður!
Ég vil fyrir hönd frambjóðenda þakka þér kærlega fyrir stuðninginn, á meðan á kosningabaráttunni stóð og svo auðvitað í kjörklefanum. Með þinni hjálp unnum við einn stærsta sigur á landinu og hér í Garðabæ. Við erum stolt af okkar verkum. Við höfum gefið út okkar 100 fyrirheit sem við munum standa við og gott betur á kjörtímabilinu sem nú fer í hönd. Í raun er kosningabaráttan hafin fyrir kosningarnar 2022. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur með ábendingar um það sem betur má fara, við lítum á slíkar ábendingar sem verðmæti.
Með þessum orðum óskum við þér og fjölskyldu þinni gleðilegs sumars og farsældar um ókomna tíð. Enn og aftur, kærar þakkir fyrir þitt framlag.
Gunnar Einarsson, oddviti, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri