Gunnar Einarsson ritar:
Í grein sem Sveinn Gauti Einarsson ritar í Garðapóstinn í síðustu viku heldur hann því fram að Garðabær selji íbúum Álftaness vatn á okurverði. Það er auðvitað alrangt því eins og segir annarsstaðar í grein Sveins Gauta er vatnið selt Veitum ohf. og er verð pr. rúmmetra samkvæmt samningum sem gerðir voru á sínum tíma við Sveitarfélagið Álftaness.
Íbúar Álftness greiða síðan vatngjald samkvæmt gjaldskrá Veitna þar sem gjaldið er miðað við stærð viðkomandi húss í fermetrum. Á öðrum svæðum í Garðabæ er vatngjald ákveðið sem hlutfall af fasteignamati. Í báðum tilvikum er um lögmæta aðferð að ræða samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga.
Við samanburð af handahófi á álagningu vatnsgjalds á nokkur hús á Álftanesi má sjá að íbúar Álftanes greiða almennt lægra vatnsgjald til Veitna en þeir hefðu gert samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar. Sjá mynd.
Það er því ekki hægt að halda því fram eins og Sveinn Gauti gerir að íbúar á Álftanesi búi við okur kjör varðandi álagningu vatnsgjalds.
Hinsvegar má taka undir orð Sveins Gauta að ekki er eðlilegt að hafa misræmi í álagningu gjalda eftir svæðum innanbæjarfélagsins en breyting á því verður ekki gerð nema að undangengnum viðræðum við Veitur ohf. um brottfall samnings um dreifingu vatns.
í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á vatnsgjöldum milli veitusvæðanna, miðað er við 21 mismunandi húseign:
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar