Næstkomandi sunnudag, 24.mars mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafa viðkomu í félagsheimilinu að Garðatorgi, en þingflokkurinn hefur undanfarnar vikur verið á hringferð um landið til fundar við félaga og kjósendur alla. Fundurinn með þingflokknum hefst kl. 11:00 og við hvetjum alla til að koma við í félagsheimilinu og nýta tækifærið til hitta og ræða við þingmenn okkar.