Garðbæingar móta stefnuna

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa síðastliðnar vikur boðið kjósendum í bænum til stefnumóts um framtíð Garðabæjar.

Efnt var til þriggja funda þar sem kraftmiklar umræður fóru fram, en stefnumótin fóru fram í Flataskóla, í Urriðaholtsskóla og í íþróttahúsinu að Breiðumýri. Á fundina mættu galvaskir Garðbæingar sem tóku þátt í að móta framtíðarstefnu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar ásamt frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins.

Fundirnir nýttust vel til að heyra sýn íbúa á marga málaflokka og hvaða verkefni skulu sett í forgang á komandi kjörtímabili. Við þökkum öllum þeim sem mættu á fundina fyrir þeirra framlag og hlökkum til áframhaldandi samfylgdar í kosningabaráttunni framundan.