Fyrsti fundur vetrarins

Fyrsti fundur vetrarins fer fram í Sjálfstæðisheimilinu að Garðatorgi 7, laugardaginn 30.okt kl. 11.

Gestur fundarins er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Þórdís fer yfir stöðuna í stjórnmálunum, stöðu ferðaþjónustunnar og verkefnin framundan.

Heitt á könnunni, ilmandi bakkelsi og allir velkomnir.