Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 2022

Á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ í kvöld var framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí nk. samþykktur.

Fyrir fundinum lá tillaga kjörnefndar að skipan framboðslistans. Tillagan var samþykkt og er listinn þannig skipaður.

1. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
2. Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
3. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
4. Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
5. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
6. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
7. Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
8. Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
9. Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
10. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
11. Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
12. Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
13. Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
14. Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
15. Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
16. Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
17. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
18. María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
19. Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
20. Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
21. Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
22. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.