Á 40 ára afmælisári Álftanesskóla hefjast framkvæmdir vegna 1900 fermetra viðbyggingar við skólann. Með þessari viðbyggingu gjörbreytist aðstaða til náms og tómstundaiðkunar við skólann auk þess sem tengibygging milli skóla og íþróttahúss gerir allt starf þægilegra fyrir nemendur og starfsmenn.

Fyrsta skóflustunga að Álftanesskóla var tekin á vordögum 1975 og lauk framkvæmdum við fyrsta áfanga skólans að mestu um haustið 1978 þegar skólinn tók til starfa.

Barnaskólahald hófst á Álftanesi árið 1880 þegar Grímur Thomsen, bóndi á Bessastöðum, lánaði húsnæði undir barnakennslu þar á staðnum. Skólahald var á Bessastöðum til árins 1889 en þá var reist lítið skólahús í landi Bjarnastaða, Bjarnastaðaskóli og kennsla fluttist þangað.

Árið 1914 var svo byggt nýtt skólahús á Bjarnastöðum, nýr Bjarnastaðaskóli, þar sem barnakennsla í Bessastaðahreppi var hýst til vors 1978 en þá um haustið hófst kennsla í nýjum Álftanesskóla.

Álftanesskóli verður til

Fyrir 50 árum síðan, vorið 1968, hófust umræður í hreppsnefnd Bessastaðahrepps um byggingu nýs skólahúss í sveitarfélaginu en þar bjuggu þá um 230 manns. Á sama tíma var lagning vatnsveitu orðin brýn og varð úr að vatnsveituframkvæmdin skyldi hafa forgang. Var gengið til samninga við Garðahrepp um kaup á vatni úr svonefndri Garðahverfisæð og var samningur þar að lútandi samþykktur í hreppsnefnd Bessastaðahrepps í janúar 1971.

Eftir lagningu vatnsveitunnar hófust umræður aftur um nýjan skóla. Upphaflega var gengið út frá því að nýja skólahúsið yrði reist við eldri skólann á Bjarnastöðum. En þar sem áform voru um stækkun byggðar og horfur um fjölgun íbúa sveitarfélagsins á næstu árum þar á eftir þótti rétt að íhuga nýtt skólasvæði semyrði meira miðsvæðis í stækkaðri byggð. Varð úr að skólanum var valinn staður í landi Eyvindarstaða þar sem skólasvæðið hefur byggst upp síðan.

Framkvæmdir hófust á vordögum 1975 eins og áður sagði og fluttist skólahald frá Bjarnastöðum í nýjan Álftanesskóla um haustið 1978. Reyndar var ekki einhugur um nafnið á nýja skólanum og vildu ýmsir að haldið yrði áfram með hið 90 ára gamla nafn Bjarnastaðaskóla.  

Mikil stækkun í farvatninu

Nú stendur yfir útboð vegna byggingar 2ja hæða viðbyggingarmeð kjallara við Álftanesskóla, tengibyggingar milli núverandi skóla og íþróttahússins. Viðbyggingin er alls um 1900m2 að flatarmáli.

Leyfi fyrir viðbyggingunni hefur þegar verið samþykkt af byggingarfulltrúanum í Garðabæ og bæjarráð hefur staðfest þá leyfisveitingu. Áætlað er að hefja framkvæmdir 28. maí nk. og að verkinu verði lokið í nóvember 2019.

UMFÁ fær vallarhúsið til afnota

Tómstundastarf yngstu nemenda Álftanesskóla hefur um nokkurra ára skeið verið starfrækt í vallarhúsinu við gervigrasvöllinn. Staðið hefur til að flytja starfsemina nær skólanum.

Bæjarráð hefur nú samþykkt að samhliða undirbúningi að viðbyggingu við Álftanesskóla verði farið í framkvæmdir við aðtengja saman fjórar lausar kennslustofur á skólalóðinni sem munu þá nýtast fyrir starfsemi tómstundaheimilis. Eftir samtengingu lausu kennslustofanna og flutning á tómstundastarfsemi yngstu nemendanna þangað mun UMFÁ fá vallarhúsið til afnota enda þarfnast félagið aðstöðunnar mjög, bæði fyrir grasvöllinn og nýja gervisgrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Breiðumýri.

Á næsta kjörtímabili er stefnt að því að bæta íþróttaaðstöðuna enn frekar, m.a. með lýsingu ogttri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar

Björg Fenger, varabæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs

Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar grunnskóla