Bæjarmálafundur xD Garðabæ – Fjölskyldumálin

Á næsta bæjarmálafundi verða fjölskyldumálin í Garðabæ tekin fyrir.
Gunnar Valur Gíslason formaður fjölskylduráðs og Harpa Rós Gísladóttir formaður öldungaráðs bjóða okkur til samtals, fara yfir það sem er í deiglunni um þessar mundir og svara spurningum.
Bæjarmálafundir eru kjörinn vettvangur til að afla sér upplýsinga, koma skoðunum sínum og vangaveltum á framfæri, eiga samtal og síðast en ekki síst hitta aðra bæjarbúa.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar heldur fundina og býður upp á pizzur, drykki og afþreyingu fyrir börn. Það er því tilvalið að koma við á heimleiðinni og slá tvær flugur í einu höggi.
Bæjarfundirnir eru haldnir í félagsheimili okkar, Garðatorgi 4. Húsið verður opnað kl.17:30 og fundurinn hefst kl.18:00.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Öll hjartanlega velkomin.