Þriðjudaginn 30. janúar fáum við Almar Guðmundsson bæjarstjóra ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til fundar við okkur. Efni fundarins er opið en gestum gefst færi á að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta.
Við hvetjum Sjálfæðisfólk sem og aðra íbúa til að kíkja við og nýta tækifærið til að ræða beint við okkar fulltrúa, hvort heldur sem er til að fá upplýsingar eða koma á framfæri ábendingum.
Húsið opnar kl. 17:30 en fundurinn hefst kl. 18:00. Pizza og gos í boði, tilvalið að stoppa við á leið heim úr vinnu!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar