Bæjarmálafundur með Almari Guðmunds – 12.sept

Í vetur ætlar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar að bjóða upp á bæði þriðjudags- og laugardagsfundi. Á þriðjudögum bjóðum við upp á bæjarmálafundi þar sem meginefni fundanna tengist bæjarmálum hér í Garðabænum. Á laugardögum eru það svo landsmálin.
Á fyrsta bæjarmálafundi vetrarins þann 12.september kemur til okkar Almar Guðmundsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Almar ætlar að fara yfir veturinn fram undan og þau verkefni sem eru hæst á baugi.
Húsið opnar kl. 17:30 en fundurinn hefst kl. 18:00.
Pizzur og drykkir á boðstólum, litabækur og litir fyrir krakkana. Frábært að stoppa við á leiðinni heim og ræða aðeins bæjarmálin.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar