Kynning stendur nú yfir á breytingum á starfsumhverfi leikskóla í Garðabæ. Breytingarnar, sem verða endanlega staðfestar á fundi bæjarstjórnar þann 16. nóvember n.k., taka til ýmissa þátta í umhverfi leikskóla bæjarins og hafa áhrif á börn, foreldra og starfsfólk.
Á bæjarmálafundi þann 15. nóvember kemur til okkar Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi og formaður leikskólanefndar Garðabæjar ásamt Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra. Margrét ætlar að fara yfir breytingarnar og segja okkur frá stöðu leikskólanna í bænum og svara spurningum ásamt Almari.
Húsið opnar kl. 17:30 en fundurinn hefst kl. 18:00.
Pizzur og drykkir á boðstólum, litabækur og litir fyrir krakkana. Frábært að stoppa við á leiðinni heim og ræða bæjarmálin.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar