Almar Guðmundsson

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.  

Ég hef setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2014, í bæjarráði frá 2018 og er formaður fjölskylduráðs og öldungaráðs. Ég hef að auki átt sæti í ýmsum nefndum, t.d. undirbúningsnefnd um byggingu Miðgarðs., fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. 

Ég er uppalinn Garðbæingur og hef átt heima í bænum frá barnæsku. Ég og eiginkona mín, Guðrún Zoega, eigum saman fimm börn, þau Tómas Orra (25), Ölmu Diljá (22), Fríðu Margréti (17), Baldur Frey (14) og Bjarna Ragnar (9). Ég er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School. Ég starfa sem framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða og hef mikla reyndu af fjármálum og rekstri.  

Ég legg áherslu á traustan, sjálfbæran og ábyrgan rekstur sveitarfélagsins. Góð fjármálastjórn er forsenda þess öfluga og fjölskylduvæna samfélags sem við viljum halda áfram að byggja upp í Garðabæ.  

Ég þekki vel mikilvægi leikskóla-, skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs og hlutverk bæjarfulltrúa að skapa eins góðar aðstæður fyrir fagfólkið okkar og frekast er kostur.  

Íþróttir og starf frjálsra félaga eiga sterka taug í mér, enda hef ég lagt mitt af mörkum í starfi þeirra. Ég var m.a. formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár.  

Verkefni oddvita er að leiða samstilltan hóp fólks til að ná settum markmiðum. Ég tel mig hafa reynsluna sem þarf í verkefnið. Þess vegna býð ég mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.    

almar.gudmunds@gmail.com
www.almarg.is