Almar Guðmundsson

Almar Guðmundsson

Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar og tók við starfi bæjarstjóra 3. júní 2022 en ráðning hans var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 2. júní 2022.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins, ráðinn af bæjarstjórn. Hann hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.

Hvað finnst þér? Samtal við bæjarstjóra

Íbúar, félagasamtök og rekstraraðilar geta óskað eftir samtali eða símaspjalli við Almar Guðmundsson, bæjarstjóra Garðabæjar, með því að hafa samband við Bæjarskrifstofur Garðabæjar.

Hægt er að hringja í þjónustuver Garðabæjar í s. 525 8500 eða senda t-póst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is með ósk um samtal þar sem fram kemur nafn og erindi.
Beint netfang hjá Almari er almar@gardabaer.is 

Starfsferill ofl.

Almar hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2014, í bæjarráði frá 2018 og var formaður fjölskylduráðs og öldungaráðs á síðasta kjörtímabili. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School.

Undanfarið ár hefur Almar starfað hjá Reiknistofu lífeyrissjóða þar sem hann leiðir vinnu við breytingar á rekstri hugbúnaðarkerfis í eigu lífeyrissjóða. Hann starfaði hjá Krít fjármögnunarlausnum og síðar hjá Kviku 2017-2020 en á árunum 2009-2017 var hann framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og hjá Samtökum iðnaðarins. Þar áður vann hann ýmis stjórnunarstörf hjá Íslandsbanka og síðar Glitni. Almar er uppalinn Garðbæingur. Hann er kvæntur Guðrúnu Zoega og eiga þau fimm börn saman.