Afmælisganga í Hafnarfirði

Sunnudaginn 18. ágúst munu Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði og Garðabæ blása til afmælisgöngu til að fagna 90 ára afmælisári flokksins. Gangan hefst klukkan 12 frá Norðurbakka 1a og farið verður í skemmtilega gönguferð innan Hafnarfjarðar. Buff og vatnsbrúsar merkt flokknum verða gefins fyrir göngufólk.
Gengið verður í tæpan klukkutíma og að göngunni lokinni verður svo veglegt afmæliskaffi með öllu tilheyrandi.
Hvetjum alla – unga sem aldna – til að koma og fagna með okkur.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/918805715120169

Hlökkum til að sjá ykkur!
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði og Garðabæ