Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026.
Á fundinum var skipuð uppstillingarnefnd sem mun nú hefjast handa við það verkefni að stilla upp framboðslista sem borinn verður undir fulltrúaráðið til umræðu og samþykktar í febrúar n.k.
Uppstillingarnefnd skipa:
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður
Agla Eir Vilhjálmsdóttir
Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir
Skapti Örn Ólafsson
Vordís Eiríksdóttir
Framboð og ábendingar má senda Uppstillingarnefndinni í gegnum tölvupóst á kosningar@gardar.is