Þessi fyrirheit eru bæði umfangsmikil og metnaðarfull og voru unnin með þátttöku fjölmargra bæjarbúa sem láta sig hag bæjarins okkar varða.
Eitt fyrirheitið var að halda áfram að eiga opið samtal við íbúa um fyrirheit okkar og efndir, auk þess að fá fram ábendingar og fyrirspurnir.
Stjórnendur fundanna verða þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi.
Endilega sendið okkur spurningar til bæjarfulltrúa í gegnum Facebook síðuna eða á gardar@xd.is
———————————
Annar fundurinn í fundaröðinni verður 27. október kl. 17:00-18:00. Fundurinn fer fram í streymi hér á Facebook síðu félagsins.
Dagskrá:
– Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, fer yfir fjármál bæjarins
– Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar
– Stella Stefánsdóttir, formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands
– Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar