13. Sæti: Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir

13. sæti skipar Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir

Lilja Hrund er 18 ára gömul og nemi við alþjóðabraut í Verzlunarskóla Íslands. Hún kemur til með að útskrifast þaðan á næstkomandi kjördag og stefnir síðan á lögfræðinám við Háskóla Íslands í haust.

Í Verzló hefur Lilja heldur betur látið til sín taka í félagsstörfum. Hún hefur setið í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins öll árin sín en síðasliðið ár hefur hún þess að auki setið í stjórn NFVÍ sem ritstjóri blaðsins.

Lilja brennur fyrir mannréttindum og velferð barna, en hún er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi og hefur setið í ráðinu frá því í ágúst 2014. Lilja hefur tekið virkan þátt í margvíslegum verkefnum fyrir hönd ungmennaráðsins, m.a. árið 2014 þegar hún hitti þáverandi ríkisstjórn á ríkisstjórnarfundi ásamt fulltrúum annarra hagsmunasamtaka, en þar talaði hún um geðheilbrigðismál. Þá hafði enginn verið boðinn á ríkisstjórnarfund nema seðlabankastjóri árið 2008, rétt eftir hrun.