Sigríður Hulda Jónsdóttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2014
Fædd 18. september 1964
Heimili: Steinás 8
Nafn maka: Þorsteinn Þorsteinsson
Börn: Svanhildur Silja (1999) og Sóldís Eik (2002)
Netfang: sigridur.hulda.jonsdottir@gardabaer.is

Ferilskrá

Námsferill

MBA, Háskóli Íslands, 2017
MA í náms- og starfsráðgjöf, Háskóli Íslands, 2013
Diploma í náms- og starfsráðgjöf, Háskóli Íslands, 1994
Kennslufræði til kennsluréttinda, Háskóli Íslands, 1991
BA próf í uppeldis- og menntunarfræði, Háskóli Íslands, 1989
Stúdent af félagsfræðibraut, Menntaskólinn á Akureyri, 1984

Starfsferill

Eigandi og framkvæmdastjóri hjá SHJ ráðgjöf frá 2013
Forstöðumaður Stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík, 2007-2013
Sjálfstætt starfandi frá 2003 til 2007, helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og kennsla fyrir Háskólann í Reykjavík og Keili, 2004-2007
  • Verkefnisstjóri hjá Mími-Símenntun, 2004-2007
  • Kennsla og umsjón með leikskólabrú á höfuðborgarsvæðinu, 2007
  • Ráðgjöf og úrlausnir vegna ungmenna sem ekki fá skólavist fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2006-2007
  • Ritstörf fyrir tímarit, 2006-2007
  • Hugmyndavinna fyrir Kaupás vegna markaðsmála, 2006
  • Þróun á nýju námskeiði fyrir ungmenni fyrir Námsflokka Reykjavíkur, 2006
  • Verkefnisstjóri í gerð forvarnastefnu fyrir Garðabæ, 2006
  • Verkefnisstjóri að skipulagi forvarna fyrir Kópavogsbæ, 2006
  • Verkefnisstjóri ,,Vertu til“, forvarnaverkefnis Lýðheilsustöðvar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Unnið með 23 sveitarfélögum, 2003-2006
  • Verkefnisstjóri fyrir Garðabæ vegna athugunar á stöðu ungmenna í bæjarfélaginu sem ekki hófu nám í framhaldsskóla eftir 10. bekk, 2004
  • Ráðgjafi í Eyjaverkefni á vegum Áfengis- og vímuvarnaráðs, 2003
  • Verkefnisstjóri í forvörnum framhaldsskólanna fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 1997-2012

Náms- og starfsráðgjafi og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, 1989-2003
Grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, 1984-1985
Verkstjóri skólagarða Akureyrarbæjar á sumrin samhliða menntaskólanámi

Félagsstörf/rannsóknarverkefni

Formaður Kappadeild, Delta Kappa Gamma, 2010-2012
Formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, 2009-2012
Stjórnarmaður og varaformaður hjá Fjölsmiðjunni, 2001-2010
Stjórnarmaður starfshóps á vegum R&G, 2000-2001
Stjórnarmaður starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um forvarnamál, 2000-2001
Stjórnarmaður í Forvarnir í framhaldsskólum, á vegum ÁVVR, 1999-2004
Stjórnarmaður í verkefnastjórn Jafningjafræðslunnar, 1999
Stjórnarmaður í Áfengis- og vímuvarnaráði (ÁVVR), 1998-2003
Stjórnarmaður í fræðslunefnd Félags náms- og starfsráðgjafa, 1993-1996

Nefndastörf á vegum Garðabæjar:

Varaformaður bæjarráðs frá 2014
Forseti bæjarstjórnar 2015-2016
Formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar frá 2014
Formaður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar, 2010-2014
Varaformaður nefndar um menningarhús í Garðabæ 2018
Formaður nefndar um aðkomutákn Garðabæjar 2016

 Útgefið efni

WATCH Handbók um hópráðgjöf gefin út af Schultz í Danmörku, 2011
WATCH Handbók um hópráðgjöf, gefin út á ensku 2004 og endurútgefin 2008
Námsefnisgerð í lífsleikni á vegum Menntamálaráðuneytis, IÐNÚ, 2001

Þátttaka í rannsóknarverkefnum

Norræna ráðherranefndin; Tenging atvinnulífs og skóla 2012-2015
IT-Clex evrópskt rannsóknarverkefni um hópráðgjöf og stuðning við atvinnuleitendur og nemendur í brotthvarfshættu, 2010-2012
RETAIN evrópskt rannsóknarverkefni um leiðir til að vinna gegn brotthvarfi ungmenna úr skólakerfinu, 2007-2010
PPS evrópskt þróunarverkefni um brotthvarf úr námi og stuðning við nemendur, 2004-2007
SPIDERWEB, evrópskt þróunarverkefni þar sem unnið var að stuðningskerfi fyrir nemendur í áhættuhópum, 2001-2004
Comeníusarverkefni um samþættingu í skólastarfi, 2007