Salur Sjálfstæðisfélagsins

Nýlega fóru fram endurbætur á eldhúsi í félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins að Garðatorgi en þar var fyrir upprunaleg innrétting frá byggingu hússins. Eldhúsið er nú nútímalegra og býður upp á betri vinnuaðstöðu en áður.

Salur Sjálfstæðisfélagsins verður hér eftir leigður út fyrir fundi og minni veislur, t.d. skírnir eða fermingar. Í salnum er góð aðstaða sem hentar vel fyrir 30-50 manna veislur.

Í salnum eru stólar og borð fyrir um 60 manns, þrjú háborð (sveppaborð) og stór skjár til að sýna myndefni.

Salurinn verður eingöngu leigður út fyrir dagveislur og fundi á tímabilinu 08:00-21:00 og engin starfsemi er leyfileg á kvöldin þar sem félagið vill ekki valda nágrönnum ónæði.

Nánari upplýsingar og bókanir á salnum fara fram í gegnum tölvupóst á gardar@xd.is