Ný stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar var haldinn þann 8. júní. Á fundinum fór formaður félagsins, Sigríður Indriðadóttir, yfir skýrslu stjórnar en af nægu var að taka á starfsárinu sem nú er að ljúka, enda tvennar kosningar nýlega afstaðnar. Reikningar félagsins voru einnig lagðir fyrir fundinn og samþykktir. Þá tók nýráðinn bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, til máls og lýsti yfir ánægju með störf stjórnar. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að styrkja enn frekar samstarf og samtal milli bæjarfulltrúa flokksins og stjórnar félagsins á næstu misserum og árum.

Litlar breytingar urðu á stjórninni frá fyrra starfsári. Bryndís Kristjánsdóttir lét af setu en Guðjón Máni Blöndal tók sæti. Að auki steig Bjarni Th. Bjarnason til hliðar sem varaformaður en mun áfram starfa sem stjórnarmaður. Bryndísi og Bjarna eru færðar þakkir fyrir sitt framlag.

Ný stjórn félagsins fyrir starfsárið 2022-2023 er eftirfarandi:

Stjórn:
Sigríður Indriðadóttir, formaður
Torfi Geir Símonarson, varaformaður
Laufey Johansen, ritari
Bjarni Th. Bjarnason
Eydís Sigurðardóttir
Haukur Þór Hauksson
Sófus Gústavsson
Daníel Þorri Hauksson
Eva Björg Torfadóttir
Guðjón Máni Blöndal
Helga Ólafsdóttir
Jóhann Jónsson
Sigþrúður Ármann
Vera Rut Ragnarsdóttir

Skoðunarmenn reikninga:
Eysteinn Haraldsson
Sigurður Guðmundsson

Gjaldkeri:
Eymundur Sveinn Einarsson