Fyrsti morgunverðarfundur vetrarins var haldinn í dag, 10.nóvember 2018. Á fundinum hélt Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra framsögu um stöðuna í efnahagsmálunum. Að framsögu Bjarna lokinni var opnað fyrir spurningar úr sal og skemmtilegar umræður sköpuðust um hina ýmsu þætti efnahagsmála.
Glærurnar sem Bjarni notaði má finna hér, en gaman er að rýna þær vandlega til að glöggva sig á þeim tölum sem Bjarni fór yfir.
Næsti fundur er áætlaður Þriðjudaginn 20.nóv, en á Þriðjudagsfundum er hugmyndin að við lítum okkur nær og ræðum málefni sveitarfélagsins og fáum til þess góða gesti.
Myndir frá fundinum í dag má finna hér: