8.Sæti: Gunnar Einarsson

Gunnar Einarsson, 63 ára. Bæjarstjóri og oddviti

Starf og starfsferill:
Hef verið bæjarstjóri Garðabæjar frá árinu 2005. Áður var ég forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar eða frá 1995. Þar áður var í íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar eða frá 1980 til 1995. Hef einnig kennt stjórnun menntamála og opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands með jöfnu millibili. Á árunum 1975-1980 var ég atvinnumaður í handknattleik í Þýskalandi.

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum:
Hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá fermingu og setið í mörgum nefndum á vegum flokksins s.s. framtíðarnefnd og menntamálanefnd. Hef verið oddviti Sjálfstæðismanna í Garðabæ sl. 4 ár. Hef setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. 12 ár. Var formaður Fimleikasambands Íslands í 4 ár. Sat í háskólaráði HÍ í 4 ár. Þjálfaði meistaraflokka Stjörnunnar (karla) í handknattleik í samtals 10 ár, auk þess að þjálfa unglingalandslið Íslands í handknattleik í nokkur ár.

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt:
Að spila golf, skógrækt í sumarbústaðarlandinu, veiði, íhugun og lestur góðra bóka. Skíðafrí með stórfjölskyldunni er líka skemmtilegt og gefandi.

Hvað skiptir máli:
Allt skiptir máli sérstaklega núið. Kærleikur, traust og heiðarleiki eru gildi sem vert er að hafa að leiðarljósi að mínu mati.

Eitthvað annað:
Fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að móta samfélagið Garðabæ og þjóna íbúum þess.