7. Sæti: Björg Fenger

7. sætið skipar Björg Fenger, 39 ára.

Starf og starfsferill:
Ég er lögfræðingur að mennt og er í dag sjálfstætt starfandi ásamt því að vera stjórnarmaður í 1912 ehf. Áður starfaði ég sem lögfræðingur hjá velferðarráðuneytinu og í Fjármálaeftirlitinu.

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum:
Eftir að ég eignaðist fjölskyldu jókst áhugi minn á nærsamfélaginu og ég fór að láta mig málin varða. Ég byrjaði á að setjast í stjórn foreldrafélaga bæði í leik- og grunnskóla ásamt því að taka að mér stjórnarsetu í íþróttafélögum. Það þróaðist síðan út í þátttöku í pólitísku starfi en á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar ásamt því að sitja í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt:
Fjölskyldan er mitt aðaláhugamál og finnst okkur fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða heiminn saman. Annars er alhliða heilsurækt mér ofarlega í huga og reyni ég að hreyfa mig eitthvað alla daga vikunnar. Undanfarið hef ég unnið markvisst að því að hemja keppnisskapið, auka víðsýni og fara út fyrir þægindarammann hvað varðar heilsurækt með því að bæta jóga við inn í mína rútinu.

Hvað skiptir máli:
Ég tel mikilvægt að boðið sé upp á góða þjónustu við bæjarbúa en þar tel ég að fjölbreytni og val íbúa sé einn af lykilþáttunum. Þetta höfum við einmitt séð reynast vel bæði í skólasamfélaginu sem og íþrótta- og tómstundastarfinu hér í Garðabæ.

Eitthvað annað:
Þegar við fjölskyldan ákváðum að flytja í Garðabæinn horfðum við til þess að að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag. Bærinn hefur að staðið undir væntingum en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má alls ekki láta staðar numið enda mörg mikilvæg verkefni framundan.