Stella Stefánsdóttir

Stella Stefánsdóttir gefur kost á sér í 3-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Fyrir tæpum 18 árum tókum við fjölskyldan þá farsælu ákvörðun að setjast að í Garðabæ þar sem ég hef alið upp fjórar dætur og orðið hluti af góðu samfélagi. Ég er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu og stunda doktorsnám í nýsköpun. Ég hef verið virk í ýmiskonar félagsstarfi í Garðabæ t.d. í Rótarýklúbbnum Görðum, foreldrastarfi í grunnskólum og í Stjörnunni. Þetta hefur verið afskaplega gefandi og styrkt sýn mína og tengsl við samfélagið.

Á þessu kjörtímabili hef ég verið 2. varabæjarfulltrúi, setið í skipulagsnefnd, verið formaður stjórnar Hönnunarsafnsins og tók nýverið sæti í stefnuráði um Samstarfsvettvang um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.

Mér þykir vænt um Garðabæ. Mótum saman gott samfélag þar sem framsækin þjónusta, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu eru höfð að leiðarljósi en byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu.

Nærsamfélagið er mér hugleikið og ég vil láta gott af mér leiða. Ég þekki vel að eiga börn í grunnskóla, leikskóla og íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sveitarfélagið á að leggja sitt af mörkum til að laða fram kosti nærumhverfisins, styðja við jákvæðan bæjarbrag, menningu, lýðheilsu og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eru undirsstöður líflegs mannlífs í bænum. Ég tel að eiginleikar mínir, þekking og reynsla nýtist vel til starfa í þágu íbúa.

stellastefansdottir@hotmail.com
Facebook
Instagram
Heimasíða