5. Sæti: Jóna Sæmundsdóttir

5. sæti skipar Jóna Sæmundsdóttir 59 ára

Starf: Lífeindafræðingur og hef starfað síðastliðin 20 ár hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem ég er forstöðumaður einnar af þremur rannsóknardeildum fyrirtækisins. Áður á Landspítalanum Fossvogi. Bæjarfulltrúi frá 2014

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum:
Formaður stjórnar Bókasafns Garðabæjar 1998-2002, formaður menningar- og safnanefndar 2002-2010, formaður forvarnarnefndar 2010-2014. Varabæjarfulltrúi 2010-2014.
Ég hef verið bæjarfulltrúi frá 2014 og formaður umhverfisnefndar frá 2014 og þetta árið forseti bæjarstjórnar. Með börnunum hófust afskipti af málefnum Stjörnunnar og starfaði ég fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar 1997-2003. Er félagi í Rotaryklúbbnum Hofi í Garðabæ.

Áhugamál og hvað er skemmtilegt:
Samverustundir með fjölskyldu og vinum, ferðalög bæði innanlands og erlendis. Hef farið í nokkrar hjólaferðir erlendis sem ég hef heillast af síðustu ár, dútla líka við að spila golf. Gönguferðir ekki síst í okkar frábæra nærumhverfi eru ómissandi.

Hvað skiptir máli:
Góð heilsa, rækta og halda vel utan um sína nánustu.
Umhverfið sem við búum í er orðinn vaxandi þáttur í lífsgæðum fólks. Í Garðabæ eigum við einstakar útivistarperlur og náttúru sem eru mikil verðmæti. Það eru áhugaverð og krefjandi verkefni framundan þar sem okkar einstaka umhverfi er í forgrunni. Á undanförnum árum hefur vægi umhverfismála í þjóðfélaginu aukist jafnt og þétt og því mikilvægt að það verði vandað til verka og að Garðabær verði í fararbroddi í umhverfismálum á komandi árum. Að viðhalda góðum bæjarbrag og veita góða þjónustu er mikilvægt og þarf að huga vel að í stækkandi bæjarfélagi. Og ekki má gleyma að sterk fjárhagsstaða og aðhald í fjármálum er undirstaða alls.