Sveinbjörn Halldórsson

Sveinbjörn Halldórsson, löggildur fasteignasali, býður sig fram í 6. sæti.

Undanfarin 23 ár höfum við fjölskyldan verið búsett í Garðabæ. Í Garðabæ byggði ég mér hús og hef ég fylgt börnunum mínum og barnabörnum í gegnum leikskóla, grunnskóla og fjölbrautarskóla. Í Garðabæ hafa þau stundað ýmsar tómstundir, íþróttir og félagsmál þar sem ég hef fengið að fylgjast með og hvetja þau áfram. Í Garðabæ hefur eiginkona mín starfað sem dagmamma og dóttir mín sem leiðbeinandi í leikskóla. Garðabær er minn heimabær.

Ég er löggiltur fasteignasali og hef starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996. Árið 2016 keypti ég rekstur fasteignasölunnar Garðs ehf, sem ég rek ásamt fjölskyldu minni. Ég hef starfað við pólítík í mörg ár, helstu verkefni mín hafa verið aðstoð og vinna við framboð og kosningar. Félagsmálastarf hefur lengi verið eitt af mínum aðal áhugamálum en ég hef verið virkastur hjá útivistarfélögum eins og Ferðaklúbbnum 4×4, þar sem ég hef starfað sem formaður nánast frá árinu 2008. Frá árinu 2009 hef ég verið formaður Samút sem eru samtök útivistarfélaga á Íslandi. Stærsta verkefnið þar hefur verið að vernda ferðfrelsi Íslendinga ásamt ýmsum málefnum sem varða útivist, sama í hvaða formi hún er. Ég hef starfað í ýmsum nefndum á vegum umhverfismála bæði á vegum ráðuneyta sem og í gegnum Umhverfisstofnun.

Ég vil halda áfram að skapa bæjarfélag sem byggir á traustum rekstri. Bæjarfélag sem setur bæjarbúa og fyrirtæki í fyrsta sæti. Þar sem fjölskyldur eru settar í forgang og misjöfnum þörfum hvers og eins er mætt. Þar sem er lifandi mannlíf og menning fær að blómstra.

Ég hef trú að mín fjölbreytta reynsla og þekking á ýmsum þáttum bæjarins komi sér vel í störfum fyrir bæjarfélagið- Garðabær, bæjarfélag í fremstu röð.

sveinbjorn@fastgardur.is