22. Sæti: Stefanía Magnúsdóttir

Heiðursætið skipar Stefanía Magnúsdóttir

Stefanía er 75 ára og er formaður félags eldri borgara í Garðabæ. Henni finnst skemmtilegt að ferðast og vinna með fólki, jafnt ungu sem öldnu – og gera gagn. Hún hefur áður verið á lista Sjálfstæðisflokkins, bæði til lands- og sveitarstjórnar, enda verið dyggur stuðningsmaður flokksins síðan hún man eftir sér. Hún á fjölbreyttan starfsferil að baki en hún var m.a. starfandi varaformaður VR, fræðslustjóri, kennari, sölumaður, verkefnastjóri og flugfreyja.

Stefanía hefur verið öflug í félagsstarfi, var starfandi stjórnarformaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og stjórnarformaður Mímis og Starfsmennatasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Hún hefur einnig setið í stjórn VR, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og miðstjórn ASÍ. Auk ótal nefnda á vegum VR og ASÍ.

Hún leggur mikla áherslu á það að við skoðum vel hvort ekki megi gera betur fyrir eldri borgara bæjarfélagsins okkar. Margir hafa það gott en alltof margir hafa það alls ekki nógu gott. Þegar Stefanía er spurð að því hvað skiptir máli svarar hún: ,,Að öllum líði vel – stjórnmál eiga að hverfast um að láta gott af sér leiða.”