21. Sæti: Eiríkur K. Þorbjörnsson

21. sæti skipar Eiríkur K. Þorbjörnsson, 66 ára

Starf og starfsferill: Hópstjóri yfir Rafkerfa- og lýsingarhópi hjá Verkfræðistofunni Verkís en þar starfa yfir 320 manns. Er meðeigandi í verkfræðistofunni og verið í verkefnastjórnun í stærri verkefnum. Hef áður starfað við forritun í Danmörku, rak tölvuskólann Framsýn og stofnaði Tæknival á sínum tíma. Framkvæmdastjóri Sambands ísl. rafveitna (Samorka) og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar á upphafsárum fyrirtækisins. Menntaður Rafmagnstæknifræðingur og er með MSc gráðu í Öryggis- og áhættustjórnun (MSc in Security and Risk Management). Leiðbeinandi í skyndihjálp

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum: Var félagi í félagasamtökunum Round Table, landsforseti eitt tímabil. Félagi í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ, forseti klúbbsins 2014
Formaður Tæknifræðingafélagsins á sínum tíma. Sat í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins í mörg ár og er í endurskoðunarnefnd sjóðsins frá 2009. Stjórnarformaður í félögum í eigu Verkís: Raförninn ehf, Sannir landvættir ehf, Hlíðarhryggur ehf. Er í stjórn Vinafélags Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ og stjórn almenningsíþróttadeildar Stjörnunnar og fékk Félagsmálaskjöld Stjörnunnar 2008.

Verið virkur félagi í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar í mörg ár, var lengi í stjórn félagsins og formaður 2012 til 2015. Í skólastjórn Tónlistarskóla Garðabæjar á yfirstandandi kjörtímabili
Tekið virkan þátt í a.m.k. þremur kosningum fyrir Sjálfstæðiflokkinn undanfarin ár, í undirbúningi og skipulagi

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt:
Helstu áhugamáll eru golf, líkamsrækt, félagsmál og samvera með fjölskyldunni
Tek stundum í gítar við góð tækifæri og elska að vera innan um fólk, jákvætt fólk
Hef gaman að því að „lesa“ fólk og ná í það jákvæða upp úr fólki – góður hlustandi

Hvað skiptir máli:
Fjölskylduna ber alltaf að hafa í fyrirrúmi þar sem hún skiptir máli í nútíma þjóðfélagi
Trúa á sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins við ákvörðun um framtíð sína
Öryggi íbúa í Garðabæ er mér ofarlega í huga og vil ég stuðla að velferð og ánægju með öruggu samfélagi fyrir alla