19. Sæti: María Guðjónsdóttir

  1. sæti skipar María Guðjónsdóttir, 31 árs en hún býr ásamt eiginmanni og dóttur í Sjálandinu.

 

María starfaði sem löglærður fulltrúi á lögmannsstofu 2012-2017 og starfar nú sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Meðfram námi sinnti hún ýmsum störfum, þar á meðal kennslu, félagslegri liðveislu, fiskvinnslu, þjálfun, leiðbeinandi á leikskóla og frístundaheimili.

 

Eitt það skemmtilegasta sem hún gerir er að taka þátt í félagsstörfum og var hún m.a. formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, sat sem fulltrúi nemenda á Háskólaþingi og í kennslumálanefnd Háskóla Íslands. Hún situr nú í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi, starfar með Hagsmunasamtökum liða í efstu deild kvennaknattspyrnu og situr sem varamaður í stjórn Félagsstofnunar stúdenta.

 

Helstu áhugamál eru allskynis íþróttir en fótbolti, handbolti, körfubolti og amerískur fótbolti eru efst á blaði. Samfélagið og málefni líðandi stundar eru einnig áhugamál en skemmtilegast finnst henni að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.

 

Það skiptir mestu máli að Garðabær verði áfram leiðandi í því hvernig samfélag við viljum byggja upp. Fjölskylduvænn bær með hátt þjónustustig og faglegt starf þegar kemur að leikskólum og grunnskólum er grundvallarþáttur í því að skapa öflugt samfélag til framtíðar og lykilatriði í því að fá ungar fjölskyldur í bæinn. Efla þarf lýðheilsu og tryggja greiðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er mikilvægt að ör stækkun sveitarfélagsins fari vel fram og að uppbygging sé  í góðu jafnvægi við náttúru og umhverfi. Það er frábært að búa í Garðabæ og við getum auðveldlega byggt á þeim góða árangri sem náðst hefur og gert góðan bæ enn betri.